Veitu- og hafnaráð

68. fundur 30. október 2017 kl. 15:00 - 17:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Dalvíkurhöfn, bygging stálþilsbakka

Málsnúmer 201708088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf.

2.Austurgarður, matskylda.

Málsnúmer 201708012Vakta málsnúmer

Fram komu upplýsingar um það að ágreiningur væri um efnistöku vegna landfyllingar. Dæling hefur nú verið stöðvuð á svæði sem er innan hafnamarka hafnarinnar á Árskógsandi.
Veitu- og hafnaráð leggur þunga áherslu á að leitað verði allra mögulegra leiða til að leyfi fáist til áframhaldandi dælingu efnis til landfyllingar við Austurgarð.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs