Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 201411141

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 21. fundur - 03.12.2014

Undir þessum lið var mættur til fundarins Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur, starfsmaður Eflu, verkfræðistofu. Árni Sveinn kynnti útreikninga á samanburði á orkuverði og rúmmetraverði heita vatnsins í Dalvíkurbyggð. Fram kom að miðað við að halda heildartekjum hitaveitunnar sambærilegum er útreiknað orkuverð 2,30kr/kwst miðað við að viðmiðunarhitastig orkumælis sé 25°C.
Á fundinum var tekin fyrir gjaldskrá hitaveitunnar sem gildi tekur 1. janúar 2015. Þær breytingar eru helstar að hún hefur tekið breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014. Breytingin er 1,85%. Einnig er kominn nýr gjaldaliður þar sem viðskiptavinir greiða fyrir orkunotkun kr/kwst. í stað m3. Einnig verður fjölgað gjaldflokkum mælaleigu þar sem gjaldið miðast við stærð mæla og kostnað við hvern stærðarflokk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og sendir hana til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 264. fundur - 16.12.2014

Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember 2014 var eftirfarandi samþykkt:
Undir þessum lið var mættur til fundarins Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur, starfsmaður Eflu, verkfræðistofu. Árni Sveinn kynnti útreikninga á samanburði á orkuverði og rúmmetraverði heita vatnsins í Dalvíkurbyggð. Fram kom að miðað við að halda heildartekjum hitaveitunnar sambærilegum er útreiknað orkuverð 2,30kr/kwst miðað við að viðmiðunarhitastig orkumælis sé 25°C.
Á fundinum var tekin fyrir gjaldskrá hitaveitunnar sem gildi tekur 1. janúar 2015. Þær breytingar eru helstar að hún hefur tekið breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014. Breytingin er 1,85%. Einnig er kominn nýr gjaldaliður þar sem viðskiptavinir greiða fyrir orkunotkun kr/kwst. í stað m3. Einnig verður fjölgað gjaldflokkum mælaleigu þar sem gjaldið miðast við stærð mæla og kostnað við hvern stærðarflokk.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og sendir hana til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindi gjaldskrá til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 265. fundur - 20.01.2015

Á 264. fundi sveitarstjórnar þann 16. desember 2014 var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur við síðari umræðu eins og hún liggur fyrir.