Veitu- og hafnaráð

54. fundur 20. október 2016 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Sérstakt strandveiðigjald hafna

Málsnúmer 201610051Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 11. október 2016 kynnti Fiskistofa innheimt gjald vegna strandveiða á hverri höfn Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Fram kom í bréfinu að greiðsla muni berast innan skamms frá Fjársýslu ríkisins til Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

3.Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608018Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.

Vakin er athygli á því að gjaldskráin hækkar frá síðasta ári til móts við lækkun á gjaldskrá vatnsveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

4.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608020Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.

Vakin er athygli á því að gjaldskráin lækkar frá síðasta ári til móts við hækkun á gjaldskrá fráveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

5.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:

1. byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%

2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.

3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.

Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2017

Málsnúmer 201610073Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á "gjaldskrá og reglum um útleigu verbúða", sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%

Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir fjáhagsáætlun og starfsáætlun fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.

Vegna óvissu um þörf framkvæmda er sú breyting gerð á framkvæmdaáætlun að þeirra er einungis getið án kostnaðar. Þetta er gert vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir þátttaka hlutaðeigenda í framkvæmdakostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs