Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608017

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:

1. byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%

2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.

3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu framlagðrar gjaldskrár og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

Veitu- og hafnaráð - 54. fundur - 20.10.2016

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:

1. byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%

2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.

3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.

Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.