Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608018

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Á 283. fundi sveitarstjórnar (20.9.2016) undir liðnum Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017 var eftirfarandi fært til bókar:

"Til máls tók Bjarni Th. Bjarnson sem leggur til að þessum lið verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og honum vísað aftur til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Ástæða tillögu um frestun er eftirfarandi:



Undanfarna mánuði hefur verið unnið að samræmingu gjaldskráa hjá Dalvíkurbyggð þannig að þær hafi sem líkust viðmið. Byggðaráð hefur samþykkt í forsendum fjárhagsáætlunar að gjaldskrár skuli miðast við vísitölur og þarf því ráðrúm til að koma því í framkvæmd. Sveitarstjórn leggur til í því sambandi að sviðsstjórar og fagráð setji inn í gjaldskrár þau viðmið sem eiga við hverja gjaldskrá fyrir sig. Lagt er til að fram komi í gjaldskrá við hvaða tegund vísitölu er miðað og að fram komi upphafstaða/gildi vísitölu í þeim mánuði sem gjaldskrá miðist við. Einnig er lagt til að í gjaldskrá komi fram að hækkun gjaldskrár miðist við vísitöluhækkun þess tímabils á undan sem við á. Grunni gjaldskrár verði ekki breytt á milli ára nema viðkomandi ráð/nefnd ákveði svo og komi þá með tillögu til breytinga til staðfestingar í sveitarstjórn."

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 54. fundur - 20.10.2016

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.

Vakin er athygli á því að gjaldskráin hækkar frá síðasta ári til móts við lækkun á gjaldskrá vatnsveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.