Veitu- og hafnaráð

15. fundur 14. ágúst 2014 kl. 08:00 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Efnahagsleg áfhrif íslenskra hafna

Málsnúmer 201406111Vakta málsnúmer

Á 38. hafnasambandsþingi sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 var stjórn Hafnasambands Íslands falið að láta gera úttekt á efnahagslegum áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku atvinnulífi. Starfsmaður hafnasambandsins hefur á seinustu mánuðum unnið í úttektinni sem var einnig MA-ritgerð hans í stjórnun og stefnumótun.

Í úttektinni var stuðst við ársreikninga hafnasjóða og sveitarfélaga fyrir árið 2012 sem og gögn frá Hagstofu Íslands og Íslenska sjávarklasanum. Að auki var notast við SVÓT greiningu til að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri íslenskra hafna.

Niðurstöðurnar sýna okkur að beint framlag íslenskra hafna var um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti var óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag var og er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig.
Rétt er að það komi fram að um Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er fjallað á blaðsíðu 56 og 57 í skýrslunni.

Afraksturinn má nálgast í heild sinni á heimasíðu Hafnasambands Íslands: http://hafnasamband.is/2014/06/24/efnahagsleg-ahrif-islenskra-hafna/
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnasambandsþing 2014

Málsnúmer 201405196Vakta málsnúmer

Til umræðu var móttaka gesta Hafnasambandsþigsins til Dalvíkurbyggðar. Kynntar voru hugmyndir að dagskrá kynnisferðar sem eru að koma við í Promens Dalvík, kynna hafnasvæðið og ljúka ferðinni í Menningarhúsinu Bergi þar sem Fiskidagurinn mikli verður kynntur.
Lagt fram til kynningar.

3.Vatnssýni 2014

Málsnúmer 201403041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var mættur Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra.
Kynntar voru þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna mengunar á neysluvatni sem Vatnsveitan virkjar í Krossafjalli.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði í endurbætur á núverandi vatnsbólum í Krossafjalli. Framhaldsumræður um vatnsbólin verða teknar við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

4.Ósk um tengingu á köldu vatni og rotþró

Málsnúmer 201407028Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 3. júlí 2014, óskar Helgi Ásgrímsson eftir tengingu á köldu vatni og að fá leyfi til niðursetningar á rotþró, við sumarhús sem hefur fastanúmer 234-9317 í landi Skáldalækjar Ytri.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdir ársins 2014, tillögur

Málsnúmer 201308068Vakta málsnúmer

Kynntar voru fyrir ráðinu staða á framkvæmdum ársins, einnig var lagt fram 6 mánaða staða Hafnasjóðs, Hitaveitu, Vatnsveitu og Fráveitu.
Til umræðu voru einnig fjárhagsáætlun ársins 2015 og þá sérstaklega fyrirhugaðar framkvæmdir þess árs.
Farið var yfir fyrirliggjandi gögn en umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs