Veitu- og hafnaráð

32. fundur 10. júní 2015 kl. 07:30 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Samgönguáætlun fyrir árin 2014-2018.

Málsnúmer 201506041Vakta málsnúmer

Í framhaldi af fundi sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðaði til vegna endurskoðunar á samgönguáætlun 2014-2018 var óskað eftir erindi frá Dalvíkurbyggð um áherslur Hafnasjóðs í hafnagerð. Í framhaldi þá sendi sviðsstjóri, að höfðu samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra, meðfylgjandi erindi.
Veitu- og hafnaráð staðfestir framlagða umsókn til umhverfis- og samgöngunefnar Alþingis.

2.Fyrirmynd af umhverfisstefnu fyrir hafnir

Málsnúmer 201505087Vakta málsnúmer

Umhverfis- og öryggisnefnd hafnasambandsins hefur útbúið fyrirmynd af umhverfisstefnu fyrir hafnir sem hafnasjóðir geta nýtt sér í sinni vinnu. Vert er að benda á að hafnasjóðir geta hugsanlega haft samstarf um gerð umhverfisstefnu.
Ofangreind umhverfisstefna lögð fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að bera hana saman við gildandi umhverfisstefnu hafna í Dalvíkurbyggð.

3.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 22. maí 2015.
Fundargerðinn lögð fram til kynningar.



Í 3. tl. fundargerðarinnar kemur eftirfarandi fram:



"Hafnasamband Íslands skorar á ráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd að auka fjármagn til framkvæmda í höfnum. Fjölmargar hafnir eru komnar í viðhaldsþörf og mikilvægt er að í samgönguáætlun og fjárlögum næstu ára verði tryggt fjármagn til framkvæmda til að tryggja öryggi sjófarenda. Nauðsynlegt er að það liggi fyrir mat á forgangsröðun verkefna sem verði unnið í samstarfi við hafnirnar. Stjórn Hafnasambands Íslands telur einnig að aukin gjöld á útgerðir í gegnum veiðigjöldin eigi að renna að hluta til, til hafnarsjóðanna svo hægt sé að viðhalda þeim innviðum sem eru mikilvægir svo útgerð geti haldið áfram að blómstra."



Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar tekur undir ofangreinda bókun.

4.Fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2015.

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Sviðstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum stöðu framkvæmda ársins.
Kynning á framkvæmdum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs