Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409041

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 16. fundur - 10.09.2014

Unnið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, fyrir þá málaflokka sem heyra undir veitu- og hafnaráð. Sviðsstjóri kynnti vinnugögn í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina ásamt tillögu að breytingu að gjaldskrám fyrir 2015.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að gjaldskrár sem heyra undir ráðið taki breytingum byggingarvísitölu frá september 2013 til september 2014. Frávik frá þessu er ef gjaldtaka byggist á útseldum launataxta þá breytist gjaldskrá samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar fyrir 2015 og útselt rafmagn taki breytingum samkvæmt hækkun á gjaldskrá Rarik og Orkusölunnar.
Það skal tekið fram að unnið er að gerð nýrrar gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur sem kemur til með að taka mið af seldri orku í stað m3. Stefnt er að því að sú gjaldskrá taki gildi um áramótin 2014 - 2015.

Veitu- og hafnaráð - 17. fundur - 23.09.2014

Til umræðu var fjárhags- og starfsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið einnig var til umræðu framkvæmdaáætlun næsta árs, en hún er hluti af starfsáætlun sviðsins. Fjárhagsáætlunin var einnig kynnt á síðasta fundi ráðsins.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðstjóri, mætti til fundar undir þessum lið og svaraði fyrirspunum ráðsmanna um lánamál og afskriftir veitna og hafna.
Sviðstjóra var falið að lagfæra framlagða fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2015 til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 32. fundur - 10.06.2015

Sviðstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum stöðu framkvæmda ársins.
Kynning á framkvæmdum.