Samgönguáætlun fyrir árin 2014-2018.

Málsnúmer 201506041

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 32. fundur - 10.06.2015

Í framhaldi af fundi sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðaði til vegna endurskoðunar á samgönguáætlun 2014-2018 var óskað eftir erindi frá Dalvíkurbyggð um áherslur Hafnasjóðs í hafnagerð. Í framhaldi þá sendi sviðsstjóri, að höfðu samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra, meðfylgjandi erindi.
Veitu- og hafnaráð staðfestir framlagða umsókn til umhverfis- og samgöngunefnar Alþingis.

Veitu- og hafnaráð - 41. fundur - 04.11.2015

Við gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2015 - 2018 var sent inn erindi um gerð á löndunarkanti við Ísstöðina. Um er að ræða nokkra áherslubreytingu því í fyrri umsóknum kom m.a. fram ósk um að svokallaður hafskipakantur yrði settur á framangreinda áætlun. Erindi þess efnis var sent til Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins í nóvember 2014, ásamt ósk um önnur verkefni. Engin viðbrögð fengust við þessum umsóknum en rétt er að taka fram að þá lá ekki fyrir hver eða hvenær breyting yrði á skipaflota Samherja. Nú liggur það fyrir og því eðlilegt að áherslan verði flutt til og fyrsta verkefni yrði löndunarkantur en að einnig yrði gert ráð fyrir hafskipakanti.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðstjóra að taka saman greinargerð um fyrirhugaðar framkvæmdir innan Dalvíkurhafnar samkvæmt þeim drögum að deiliskipulagi sem liggja fyrir.