Veitu- og hafnaráð

29. fundur 13. maí 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Anna Guðný Karlsdóttir boðaði forföll og mætir Hólmfríður Skúladóttir sem varamaður fyrir Önnu Guðnýju. Einnig boðaði Kristján Eldjárn Hjartarson forföll og mætir Ásgeir Páll Matthíasson sem varamaður fyrir Kristján.

1.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Til umföllunar hefur verið vinna við deiliskipulag Dalvíkurhafnar og svæðinu umhverfis. Nú liggur fyrir tillaga sem byggist á þeirri umræðu sem verið hefur á fundum ráðsins um fjölgun viðlegukanta og flotbryggja. Í þessari tillögu er aðalbreytingin fólgin í eftirfarandi atriðum:

a. löndunarkanti við Martröð

b. aðstöðu fyrir hvalaskoðun við "Olíubryggju" og Ferjubryggju

c. frekari aðstöðu fyrir smábáta í krikanum fyrir smábáta

d. braut fyrir niðursetningu smábáta í krikanum

e. landfyllingu norðan við Norðurgarð.

f. flutning á annari verðbúðinni að Sandskeið

g. frekari bílastæðum við Sandskeið

h. einnig hefur byggingafulltrúi lagt til flutning á sjóvörn við Sandskeið um 70 -80m utar en hún er í dag

i. er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir hótelskipið Hanza
Ákeðið er að halda kynningarfund með hagsmunaaðilum miðvikudaginn 27. maí kl. 10:00 þar sem þessi drög að deiliskipulagi verða lögð fram.Sviðsstjóra falið að boða til fundarins.

Sviðsstjóra falið að gera aðilum sem sóttu um aðstöðu fyrir hótelskipið Hanza grein fyrir umræðum á fundinum og áformum þeim sem fram koma í framlögðum drögum að deiliskipulagi.

2.Dýpkun Dalvíkurhafnar 2015.

Málsnúmer 201505032Vakta málsnúmer

Send var umsókn um framlag til dýpkunar Dalvíkurhafnar og hefur nú borist eftirfarandi svar: "Tekið er jákvætt í erindi Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar og er fallist á að styrkja viðhaldsdýpkun allt að 2 m.kr. og 60% af framkvæmdarkostnaði".

Sviðsstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru til þess að dýpka Dalvíkurhöfn og skila inn tillögum á mæsta fund ráðsins, en fundur er fyrirhugaður 27. maí n.k.
Bjarni Th. Bjarnason vék af fundi kl. 9:20.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs