Dýpkun Dalvíkurhafnar 2015.

Málsnúmer 201505032

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 29. fundur - 13.05.2015

Send var umsókn um framlag til dýpkunar Dalvíkurhafnar og hefur nú borist eftirfarandi svar: "Tekið er jákvætt í erindi Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar og er fallist á að styrkja viðhaldsdýpkun allt að 2 m.kr. og 60% af framkvæmdarkostnaði".

Sviðsstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru til þess að dýpka Dalvíkurhöfn og skila inn tillögum á mæsta fund ráðsins, en fundur er fyrirhugaður 27. maí n.k.
Bjarni Th. Bjarnason vék af fundi kl. 9:20.