Veitu- og hafnaráð

132. fundur 12. febrúar 2024 kl. 10:00 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Halla Dögg Káradóttir boðaði forföll vegna veikinda.

1.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Á 1094.fundi byggðaráðs þann 25.janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í fagráðum sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð fór yfir drögin og er sammála um þau þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti eftirfarandi skýrslu:
Bókhald janúar 2024 í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

3.Reglur um stuðning við framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202402038Vakta málsnúmer

Á 362.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.

Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð nr. 1490/2023 tók gildi þann 22.desember 2023.
Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að vinna reglur um stuðning um framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

4.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 202401067Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 24.-25. október 2024 á Akureyri. Formlegt boð um þingið verður sent innan tíðar en mikilvægt er að aðildarhafnir gangi frá gistingu sem fyrst.
Sjá dagskrárlið nr. 6 Boðun Hafnasambandsþings.

Lagt fram til kynningar.

5.Boðun Hafnasambandsþings

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri.

Dagskrá þingsins er ekki klár en gert er ráð fyrir að þingið hefjist 9:30 þann 24. október og ljúki upp úr hádegi þann 25. október.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202401133Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands af 460.fundi þann 15.janúar sl. til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri