Reglur um stuðning við framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202402038

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 132. fundur - 12.02.2024

Á 362.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.

Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð nr. 1490/2023 tók gildi þann 22.desember 2023.
Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að vinna reglur um stuðning um framkvæmdir skv. 8.gr. Samþykktar um fráveitu og rotþrær. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 135. fundur - 15.05.2024

Farið verður yfir samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð.
Veitustjóri fór sérstaklega yfir 4, 8 og 12.gr samþykktar til að árétta markmið samþykktar í 3. gr.
Veitustjóra er falið að útbúa sérreglur þess efnis að Dalvikurbyggð greiði fyrir niðursetningu á rotþró á lögbýlum og þar sem fólk hefur sannarlega lögheimili. Annað greiðir sveitarfélagið ekki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum