Veitu- og hafnaráð

13. fundur 14. maí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
 • Sigurpáll Kristinsson Varamaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014, viðauki vegna framkvæmda 2014

Málsnúmer 201405075Vakta málsnúmer

Vegna þess að gerð hafnakants við Dalvíkurhöfn er ekki enn komin á samgönguáætlun er eðlilegt að fresta framkvæmdum þangað til að fjármagn hefur fengist frá ríkinu til þessarar framkvæmdar. Framlag ríkisins verður 50% af heild og hefur þá verið tekið tillit til þess, auk þess sem virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af framkvæmdinni.
Á árinu 2014 er lagt til að farið verði í kaup og uppsetningu á flotbryggju auk lagfæringar á grjóthleðslu við flotbryggjurnar og annarar aðkomu gangandi vegfarenda.
Hér fyrir neðan er, til skýringar, sundurliðuð breyting á áætlun ársins. Haldið er eftir kr. 1.000.000 fyrir kostnaði vegna hafskipakants því þegar er fallinn til kostnaður frá Vegagerðinni vegna hönnunar og funda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir eftirfarandi breytingu á fjárfestingum ársins 2014:
Hafskipakantur fari úr kr. 180.000.000 í kr 1.000.000.
Dalvíkurhöfn, flotbryggja kr. 9.000.000.
Grjóthleðsla og gangstétt kr. 9.000.000.
Árskógssandur, lagfæring á kanti og fl. kr. 2.000.000.

2.Framkvæmdir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201404069Vakta málsnúmer

Björgvin Hjörleifsson vék af fundi undir þessum lið.
Brýnt hefur verið að lagfæra aðgengi almennings og umhverfi hafnasvæðisins á Dalvík. Nú þegar fyrir liggur að ekki verður farið í fjárfrekar framkvæmdir á þessu ári gefst tækifæri til þess að snúa sér að þessum þætti. Fyrir liggur tillaga að ganga frá grjótvörn við flotbryggjur ásamt að ljúka gerða gangstéttar sem bæði verður malbikuð og hellulögð. Hér er vísað til fylgiskjala undir þessum lið fundargerðarinnar.
Einnig hefur ráðið ákveðið að koma fyrir flotbryggju í sumar sem er hluti af þessum breyttu áherslum.
Sjá samþykkt þessara framkvæmda í 1. lið hér að ofan.
Ráðið samþykkir ofangreindar framkvæmdir og felur sviðsstjóra að leita tilboða í framkvæmdirnar.
Ráðið samþykkir að nýju flotbyggjunni verði komið fyrir við endan á "olíubryggjunni" samkvæmt tillögu frá yfirhafnaverði.

3.Viðverutími, breyting vegna strandveiða

Málsnúmer 201405074Vakta málsnúmer

Vegna strandveiða er þörf á að auka viðveru starfsmanna vegna viktunnar á afla þeirra sem framangreindar veiðar stunda. Lagt er til að viðvera viktarmanna verði sú sama og var á síðasta ári eða frá kl. 8:00 til kl. 19:00 mánudaga til fimmtudaga en frá kl. 8:00 til kl. 17:00 á föstudögum
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu um viðverutíma.

4.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Kynntar voru fyrstu tillögur arkitekts um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Að mati ráðsins voru þær ekki fullnægjandi.
Ráðið samþykkir að farið verði í ítarlegri skoðun á þróun hafnarsvæðisins í samráði við hagsmunaaðila. Nauðsynlegt er að suðurhlutinn verði skoðaður í stærra samhengi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
 • Sigurpáll Kristinsson Varamaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs