Veitu- og hafnaráð

97. fundur 19. ágúst 2020 kl. 08:00 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Hauganeshöfn, uppsáturs aðstaða

Málsnúmer 202006082Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Friðriki Jóhannssyni, sem dagsett er 15. júní 2020, er fram borin fyrispurn um hvort hægt sé að koma upp nýrri aðstöðu til sjósetningar á smábátum við Hauganeshöfn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fundargerð 423. fundar og 424. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fyrri fundurinn var haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 11:00 og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað en síðari fundurinn var haldinn í Reykjanesbæ fimmtudaginn 28. maí kl. 12:00.
Lagðar fram til kynningar.

3.Beiðni um upplýsingar um fjárhagsstöðu hafna 2020

Málsnúmer 202006094Vakta málsnúmer

Með rafbréfi sem barst 18.06.2020, var óskað eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 ásamt afriti af ársreikningi.
Lagt fram til kynningar.

4.Átak í fráveitumálum, upplýsingar til sveitarstjórna.

Málsnúmer 202006025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku dagsett 2. júní 2020, kynning á átaki og auknum stuðning ríkissjóðs við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga á árunum 2020-2030.
Með rafpósti sem dagsettur er 27.03.2020 óskaði Samorka eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir Fráveitu Dalvíkurbyggðar á þessu og næsta ári. Þessu erindi var samdægurs svarað.
Samkvæmt upplýsingum frá Samorku er von á niðurstöðu á hvern hátt ríkissjóður mun koma að stuðningi við sveitafélög vegna fráveituframkvæmda í september n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2020

Málsnúmer 202007039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. júlí 2020 þar sem fram kemur Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að setja niður um tvær til þrjár rotþrær, en eins og ætíð er óljóst hverjir koma til með að óska eftir þessari þjónustu Fráveitu Dalvíkurbyggðar á hverju ári.

Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- í þennan málaflokk og nú þegar er búið að setja niður tvær rotþrær að fjárhæð kr. 1.076.000,-. Fyrir liggja umsóknir um rotþrær frá 5 aðilum þar að auki. Í 3. gr. í gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar segir: "Árlegt rotþróargjald sem lagt er á hverja íbúð, þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár, er kr. 12.621,72 kr. pr. losun. Að auki er greitt fast gjald 16.270,66 kr. pr. á hverja íbúð, til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþrónni."

Að framansögðu er óskað eftir viðauka að fjárhæð kr. 2.800.000,-, sjá viðhengi.
Lagt fram til kynningar.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir að fá upplýsingar um fjölda húsa í dreifbýli sem ekki eru með rotþró, á næsta fundi ráðsins.

6.Framkvæmdir árið 2020

Málsnúmer 202002001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á árinu 2020.
Lagt fram kynningar.

7.Gjaldskrár á Veitu- og hafnasviði.

Málsnúmer 202008016Vakta málsnúmer

Vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 er nauðsyn á að skoða þá fjárþörf sem fyrirhugaðar framkvæmdir fjárhagsársins kalla á. Í tengslum við það fékk sviðsstjóri endurskoðanda sveitarfélagsins til að kanna þá þörf sem er til breytinga á gjaldskrám. Á fundinum var framgreind samantekt kynnt.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

8.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202008017Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum þá vinnu sem framundan er vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fram kom að launaáætlanir veitna eru tilbúnar en eru í vinnslu fyrir Hafnasjóð. Einnig voru ræddar fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári.
Almennar umræður urðu um væntanlega fjárhagsáætlun næsta árs.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs