Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202008017

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 97. fundur - 19.08.2020

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum þá vinnu sem framundan er vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fram kom að launaáætlanir veitna eru tilbúnar en eru í vinnslu fyrir Hafnasjóð. Einnig voru ræddar fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári.
Almennar umræður urðu um væntanlega fjárhagsáætlun næsta árs.

Veitu- og hafnaráð - 98. fundur - 16.09.2020

Farið var yfir samantekt á fyrirhuguðum framkvæmdum næsta árs og þær bornar saman við þriggja ára áætlun.

Veitu- og hafnaráð - 99. fundur - 07.10.2020

Veitu- og hafnaráð fór yfir ramma sviðsins að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem þar er gert ráð fyrir. Einnig kynnti sviðsstjóri drög að fjárfestingum næsta árs og spunnust töluverðar umræður um þær.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fram lagða ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og starfs- og fjárhagsáætlun á veitu- og hafnasviði, fyrir árið 2021.