Ungmennaráð

7. fundur 30. apríl 2015 kl. 17:30 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Aðalmaður
  • Björgvin Páll Hauksson varamaður
  • Eiður Máni Júlíusson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

2.Ungmennaþing ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201503091Vakta málsnúmer

Laugardaginn 25. apríl síðastliðinn fór fram ungmennaþingið "Heima er best" sem ungmennaráð Dalvíkurbyggðar stýrði og skipulagði. Þingið fór fram í félagsmiðstöðinni Týr í Víkurröst.



Skipulag þingsins var með þeim hætti að aðalmenn ungmennaráðs skiptu sér í þrjá hópa og höfðu allir mismunandi málefni til umræðu í sínum hóp.



Umræðuefnin voru:

-Kostir og gallar þess fyrir ungt fólk að búa í Dalvíkurbyggð.

Hlutverk ungmennaráðs og hvernig á að koma tillögum sínum á framfæri.

-Hvað vilt þú að breytist fyrir ungmenni í Dalvíkurbyggð?





Alls mættu rúmlega 20 ungmenni sem var skipt í þrjá hópa og fékk hver og einn hópur 15-20 mín til að ræða hvert umræðuefni áður en skipt var yfir í næsta hóp. Öll ungmenni fengu því að ræða um öll málefnin og koma skoðunum sínum á framfæri.

Rætt var um niðurstöður þingsins.



Beinir ungmennaráð því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna hvort hægt verði að hafa opnun í Víkurröst í sumar fyrir ungmenni, en mikil umræða var um slíkt á þinginu. Þá var einnig óskað eftir því að meira yrði gert fyrir ungmenni 16 ára og eldri.



Einnig leggur ungmennaráð til við íþrótta- og æskulýðsráð að laun nemenda vinnuskóla verði hækkuð um a.m.k. 3% frá árinu 2014.



Ungmennaráð samþykkir að fundargerðir ráðsins verði framvegis einnig birtar á Facebook síðu ungmennaráðs þar sem ráðið telur það heppilegri leið til að miðla upplýsingum til ungs fólks.

3.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 201412134Vakta málsnúmer

Ungmennaráð samþykkir að bæta þessu máli við áður auglýst dagskrá.

Hera Margrét Guðmundsdóttir, og Hugrún Lind Bjarnadóttir gerðu grein fyrir þátttöku á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Viktor Már Jónasson fylgdi þeim á ráðstefnuna.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Aðalmaður
  • Björgvin Páll Hauksson varamaður
  • Eiður Máni Júlíusson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar