Vinabæjarmót í Hamri 2025

Málsnúmer 202502022

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 46. fundur - 25.03.2025

Frístundafulltrúi kynnir dagskrá og fyrirkomulag Vinabæjarmóts í Hamri 2025.
Frístundafulltrúi kynnir skipulag Vinabæjarmóts í Hamri 2025.
Áhugi á ferðinni og dagskrá Vinabæjarmótsins. frístundafulltrúi tekur saman hvaða meðlimir ungmennráðs komast sem fulltrúa okkar á mótið 2. - 4. júní 2025.

Ungmennaráð - 47. fundur - 03.07.2025

Jóna Guðbjörg og Michal Oleszko kynntu helstu niðurstöður og lærdóm vagna þátttöku á Vinabæjarmótsi í Hamri Noregi 2.- 4. júní.
Farið yfir dagskrá vinabæjarmótsins og fyrirkomulag, fulltrúar ungmenna Dalvíkurbyggðar voru ánægð með ferðina og fannst ferðin vel heppnuð. Helstu niðurstöður varðandi ungmennasamstarfið var að ungmennaráðin leggja til að efla samstarfið þeirra á milli. Ákveðið var að stofna sameiginlegt hópspjall, ákveðið var að einn úr hverju ráði hafi það hlutverk að fylgja eftir samstarfinu auk þess að skoðað verður að hafa ungmennaskipti með stykjum frá ERASMUS þar sem ungmennaráðunum gefst kostur á að heimsækja hvort annað.

Fulltrúar ungmennaráðsins telja hægt sé að innleiða margar af aðgerðunum sem voru ræddar á vinabæjarmótinu þegar kemur að því að efla raddir ungmenna. Til dæmis með óformlegri samtölum milli ungmenna og kjörinna fulltrúa og oftar boð á fundi hjá ráðum.