Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 201406149

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 253. fundur - 08.08.2014

Kristín A. Símonardóttir kt. 190964-2729 og Bjarni Gunnarsson kt. 030763-2119 eigendur Vegamóta óska eftir stækkun á lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki gengið frá umbeðinni stækkun til vesturs, þar sem umræddu svæði hefur þegar verið úthlutað til annara aðila.
Þar sem deiliskipulag er í vinnslu á þessu svæði frestar ráðið afgreiðslu á stækkun lóðarinnar til suðurs. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur um skipulag á svæðinu.

Umhverfisráð - 256. fundur - 03.10.2014

Með bréfi dags 28. ágúst 2014 óska eigendur Vegamóta eftir nánari skýringum á afgreiðslu umhverfisráðs vegna umsóknar um stækkun lóðar Vegamóta.
Umhverfisráð ítrekar að lóðaruppdráttur frá 28. febrúar 2011 sem fylgdi með umsókn 2011030009 var samþykktur á 205. fundi umhverfisráðs og þar með stækkun lóðar að Skíðabraut 18 til austurs.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum við viðkomandi lóðarhafa.