Umhverfisráð

224. fundur 21. mars 2012 kl. 16:15 - 19:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umferðarmál í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201203086Vakta málsnúmer

Felix Jósafatsson varðstjóri lögreglu kom á fundinn. Á fundinum var Felix spurður um þau mál er varða umferðaöryggi í Dalvíkurbygg.
Brýnt er að tryggja að hraðatakmörk innanbæjar séu virt og koma upp fleiri hraðahindrunum og biðskyldumerkjum upp í samráði við lögreglu.

Felix vék af fundi.

Umhverfisráð felur sviðstjóra að óska eftir því við Vegagerðar ríkisins að fulltrúar hennar komi til fundar við ráðið við fyrsta tækifæri.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu að Víkurbakka, Árskógsströnd.

Málsnúmer 201203087Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bréf sem dagsett er 16. mars 2012 frá Hauki Haraldssyni, byggingartæknifræðingi. Í bréfinu er óskað leyfis að byggja geymsluhús samkvæmt meðfylgjandi byggingarnerfndarteikningum sem unnar eru af honum. Fram kemur að hann er eigandi lands og bygginga á jörðinni.
&Umrætt geymsluhús er fjarri öllum byggingum, nema hans eigin svo það er mat umhverfisráðs að ekki er þörf á að byggingaráformin fari í grendarkynningu.

Umhverfisráð samþykkir  byggingarnerndarteikninguna og er byggingar- og framkvæmdaleyfi veitt.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi - Sportferðir að Ytri-Vík, Árskógsströnd.

Málsnúmer 201203002Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 28. febrúar 2012, óskar sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um rekstrarleyfi, samkvæmt gististaðaflokk II, en um er að ræða sumarhús að Ytri-Vík, Dalvíkurbyggð, undir nafninu Frístundahúsin Ytri-Vík/Sportferðir ehf/Sport Tours.
&Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að framangreint leyfi verði veitt að uppfylltum ákvæðum reglugerða.

4.Trúnaðarmál

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs