Umhverfisráð

226. fundur 09. maí 2012 kl. 16:15 - 19:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ósk um afnot af landi í Hamarslandi (mál flutt úr GoPro 201005032)

Málsnúmer 201204038Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 3. maí 2010, óskar Anna Baldvina Jóhannesdóttir að fá til afnota næstu árin, landskika í landi Hamars sem móðir hennar hefur haft afnot af undanfarna áratugi.Á fundinum var sýnd loftmynd af umræddu landi.
&Byggingafulltrúi hefur rætt við umsækjanda og telur eðlilegt að orðið verði við framangreindri ósk fyrir sumarið 2012.

Umhverfisráð samþykkir tillögu byggingarfulltrúa og felur honum að ganga frá gjaldská fyrir leigu á landi sem þessu og leggja hana fyrir ráðið.

2.Afnot af Stórhólstjörn

Málsnúmer 201204016Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 10. apríl 2012, óskar Júlíus Magnússon að fá aðgang og/eða afnot af Stórhólstjörn í sumar. Ætlun hans er að sleppa regnbogasilungi í hana og bjóða gestum og íbúum Dalvíkurbyggðar uppá veiði gegn gjaldi. Einnig er áformað að vera með aðstöðu á svæðinu, t.d. bjóða uppá hressingu, veiðistangir og því er tengist veiðiskap.
&Stórhólstjörnin er innan Fólksvangsins í Böggvisstaðarfjalli en samkvæmt samþykktum um hann segir í 7. gr.

Landnotkun og mannvirkjagerð.

Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar.

 

Ekki er hægt að verða við umsókninni vegna þess að hún er óljós og uppfyllir ekki ákvæði ofangreindrar greinar Samþykktar um Fólkvang í Böggvisstaðarfjalli.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpalli, setlaug og sturtuaðstöðu.

Málsnúmer 201205034Vakta málsnúmer

Matthildur Matthíasdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir sólpalli og fl. samkvæmt framlagðri teikningu sem Arnar Ingi Ingólfsson hefur unnið.
&Umhverfisráð samþykkir framlagðar teikningar og er byggingar- og framkvæmdaleyfi veitt.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þakskyggni.

Málsnúmer 201205035Vakta málsnúmer

Íbúar að Brimnesbraut 33, 35, 37 og 39, Dalvík óska leyfis að byggja þakskyggni við útihurð á viðkomandi íbúðum. Byggingarnefndarteikningin af breytingu á útliti hússins er unnin af Svani Eiríkssyni, arkitekt.
Umhverfisráð samþykkir framlagða byggingarnefndarteikningu og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

5.Ósk um malartöku úr áreyrum og Svarfaðardalsá.

Málsnúmer 201205036Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 3. maí 2012 óskar Atli Friðbjörnsson leyfis að taka 2.500 til 3.000 m3 úr áreyrum og Svarfaðardalsá. Staðsetning malartöku er vestan Búrfellsár. Fyrir liggur samþykki landeigenda Búrfells og Veiðifélags Svarfaðardalsár.
Umhverfisráð samþykkir framangreinda malartöku.

6.Skipun í vettvangsstjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205038Vakta málsnúmer

Nýgerður samningur um Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar kveður á um að skipa skuli vettvangsstjórn fyrir Dalvíkurbyggð.
&Umhverfisráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar um fulltrúar í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar verði verði þeir sömu og hafa verið en þeir eru: aðalfulltrúi: Þorsteinn Björnsson, sviðstjóri umhverfis-og tæknisviðs

varafulltrúi: Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri.

Í vettvangsstjórn:

Anton Hallgrímsson, slökkvíliðsstjóri

Þorsteinn Björnsson, bæjartæknifræðingur

Haukur Gunnarsson, Björgunarsveitin Dalvík

Símon Páll Steinsson, Rauði kross Íslands

7.Nýbygging á fjósi og haughúsi að Hóli Svarfaðardal.

Málsnúmer 1107008Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 7. maí 2012 óskar Atli Friðbjörnsson leyfis að byggja fjós og haughús samkvæmt meðfylgjandi byggingarnefndarteikningum. Umræddar teikningar eru unnar af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands.
&Umhverfisráð samþykkir framlagðar byggingarnefndarteikningar og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

8.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf

Málsnúmer 201205010Vakta málsnúmer

Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf 2012.
&Formaður kynnti fyrir ráðsmönnum ársreikning Flokkunar fyrir árið 2011 og framtíðarsýn fyrirtækisins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs