Ósk um afnot af landi í Hamarslandi (mál flutt úr GoPro 201005032)

Málsnúmer 201204038

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 226. fundur - 09.05.2012

Með bréfi, sem dagsett er 3. maí 2010, óskar Anna Baldvina Jóhannesdóttir að fá til afnota næstu árin, landskika í landi Hamars sem móðir hennar hefur haft afnot af undanfarna áratugi.Á fundinum var sýnd loftmynd af umræddu landi.
&Byggingafulltrúi hefur rætt við umsækjanda og telur eðlilegt að orðið verði við framangreindri ósk fyrir sumarið 2012.

Umhverfisráð samþykkir tillögu byggingarfulltrúa og felur honum að ganga frá gjaldská fyrir leigu á landi sem þessu og leggja hana fyrir ráðið.