Afnot af Stórhólstjörn

Málsnúmer 201204016

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 226. fundur - 09.05.2012

Með bréfi sem dagsett er 10. apríl 2012, óskar Júlíus Magnússon að fá aðgang og/eða afnot af Stórhólstjörn í sumar. Ætlun hans er að sleppa regnbogasilungi í hana og bjóða gestum og íbúum Dalvíkurbyggðar uppá veiði gegn gjaldi. Einnig er áformað að vera með aðstöðu á svæðinu, t.d. bjóða uppá hressingu, veiðistangir og því er tengist veiðiskap.
&Stórhólstjörnin er innan Fólksvangsins í Böggvisstaðarfjalli en samkvæmt samþykktum um hann segir í 7. gr.

Landnotkun og mannvirkjagerð.

Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar.

 

Ekki er hægt að verða við umsókninni vegna þess að hún er óljós og uppfyllir ekki ákvæði ofangreindrar greinar Samþykktar um Fólkvang í Böggvisstaðarfjalli.