Frá Berglindi Björk Stefánsdóttur; Fjárhagsáætlun 2023; endurnýjun girðingar

Málsnúmer 202206054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 14. júní 2022, þar sem ítrekuð er ósk frá fyrri árum að farið verði í endurnýjun girðingar á Hrafnsstaðakoti/Ytra-Holti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 14 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við Berglindi, kostnaðarmeta framkvæmdina, fara yfir leigusamninga að landamerkjum og leggja aftur fyrir fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 5. fundur - 13.01.2023

Júlía Ósk Júlíusdóttir vék af fundi vegna vanhæfis kl. 10:50
Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 14 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Á 4. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráð var sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að ræða við Berglindi, kostnaðarmeta framkvæmdina, fara yfir leigusamninga að landamerkjum og leggja aftur fyrir fund ráðsins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að ganga til samninga við Berglindi Björk Stefánsdóttir um landamerkjagirðingu á milli Hrafnstaðakots og Ytra-Holts.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Júlía Ósk Júlíusdóttir kom aftur á fundinn kl. 11:00