Sveitarstjórn

264. fundur 16. desember 2014 kl. 16:15 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 719, frá 27.11.2014

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 720, frá 11.12.2014.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 5, frá 3.12.2014.

4.Félagsmálaráð - 183, frá 25.11.2014

5.Fræðsluráð - 187, frá 25.11.2014.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 62, frá 11.11.2014.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 63, frá 09.12.2014.

8.Landbúnaðarráð - 93, frá 12.12.2014

9.Menningarráð - 47, frá 12.12.2014.

10.Umhverfisráð - 258, frá 5.12.2014.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 21, frá 3.12.2014.

12.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Fyrri umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201411141Vakta málsnúmer

Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember 2014 var eftirfarandi samþykkt:
Undir þessum lið var mættur til fundarins Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur, starfsmaður Eflu, verkfræðistofu. Árni Sveinn kynnti útreikninga á samanburði á orkuverði og rúmmetraverði heita vatnsins í Dalvíkurbyggð. Fram kom að miðað við að halda heildartekjum hitaveitunnar sambærilegum er útreiknað orkuverð 2,30kr/kwst miðað við að viðmiðunarhitastig orkumælis sé 25°C.
Á fundinum var tekin fyrir gjaldskrá hitaveitunnar sem gildi tekur 1. janúar 2015. Þær breytingar eru helstar að hún hefur tekið breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014. Breytingin er 1,85%. Einnig er kominn nýr gjaldaliður þar sem viðskiptavinir greiða fyrir orkunotkun kr/kwst. í stað m3. Einnig verður fjölgað gjaldflokkum mælaleigu þar sem gjaldið miðast við stærð mæla og kostnað við hvern stærðarflokk.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og sendir hana til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindi gjaldskrá til síðari umræðu í sveitarstjórn.

13.Frá 720. fundi byggðarráðs frá 11.12.2014; Tillaga um nýjan fundartíma byggðarráðs. Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201412075Vakta málsnúmer

Á 720. fundi byggðarráðs þann 11. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:
Formaður byggðarráðs eftir samráð við aðra byggðarráðsmenn og starfsmenn fundanna, leggur fram þá tillögu til sveitarstjórnar að framvegis verði vikulegir fundir byggðarráðs á fimmtudögum kl. 13:00 -16:00 í stað frá kl. 8:15 - kl. 11:15.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fundir byggðarráðs verði framvegis á fimmtudögum frá kl. 13:00.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að nýjum fundartíma byggðarráðs.

14.Skólastefna Dalvíkurbyggðar, frá 187. fundi fræðsluráðs þann 25.11.2014.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Á 187. fundi fræðsluráðs þann 25. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:
Ný sameiginleg skólastefna leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagins var lögð fyrir fundinn.

Fræðsluráð samþykkir stefnuna, þakkar starfshópnum góð störf og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jafnframt óskar ráðið eftir því að hver skóli geri innleiðingaráætlun um skólastefnuna og leggi fyrir ráðið hið fyrsta.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind skólastefna.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:44 undir þessum lið.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu að skólastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir, Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn tekur undir þakkir fræðsluráðs til starfshópsins.

Gunnþór kom inn á fundinn að nýju kl. 16:45.

15.Samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs. Fyrri umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201409186Vakta málsnúmer

Á 256. fundi umhverfisráðs þann 3. október 2014 var eftirfarandi samþykkt:
Drög að samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við samþykktina.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að Samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs í Dalvíkurbyggð til fyrri umræðu.

Enginn tók til áls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindi tillögu að Samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.

16.Ályktun um Reykjavíkurflugvöll.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201412113Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi svohljóðandi ályktun um Reykavíkurflugvöll:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna áforma Reykjavíkurborgar að þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli með samþykktum sínum um Hlíðarendasvæðið. Sveitarstjórnin skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að taka til greina fjölda athugasemda sem gerðar hafa verið við þau áform.
Ekki þarf að hafa mörg orð um að staðsetning flugvallar í Vatnsmýrinni er nauðsynleg lífæð á milli landsbyggðar og höfuðborgar, það liggur í augum uppi. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna og jafnframt Reykvíkinga vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni samkvæmt skoðanakönnunum og jafnframt skoruðu um 70 þúsund manns á Reykjavíkurborg að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar í undirskriftarsöfnum fyrir rúmu ári síðan.
Almannahagsmunir Íslendinga eru miklir af flugvelli í Vatnsmýri og nýtur það sjónarmið óskoraðs stuðnings mikils meirihluta landsmanna. Það vekur því furðu sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að borgarstjórn Reykjavíkur skelli skollaeyrum við fjölda tilmæla um að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda ályktun.

17.Fjárhagsáætlun 2014; tillaga að heildarviðauka III.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201412115Vakta málsnúmer

Á 720. fundi byggðarráðs þann 11. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.200.000, deild 02-11, sem er þá mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs tilfærslur á milli deilda vegna viðhalds í málaflokki 31 með því skilyrði að þær tilfærslur séu innan fjárhagsramma.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2014.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem kynnti helstu forsendur og niðurstöður.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs 2014; neikvæð um kr. 37.608.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta 2014 (Eignasjóður og Aðalsjóður; neikvæð um kr. 6.253.000.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta; jákvæð um kr. 52.365.000.

Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta; kr. 228.279.000.
Lántaka kr. 0.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

18.Sveitarstjórn - 263, til kynningar.

Málsnúmer 1411010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs