Fjárhagsáætlun 2014; tillaga að heildarviðauka III.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201412115

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 264. fundur - 16.12.2014

Á 720. fundi byggðarráðs þann 11. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.200.000, deild 02-11, sem er þá mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs tilfærslur á milli deilda vegna viðhalds í málaflokki 31 með því skilyrði að þær tilfærslur séu innan fjárhagsramma.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2014.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem kynnti helstu forsendur og niðurstöður.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs 2014; neikvæð um kr. 37.608.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta 2014 (Eignasjóður og Aðalsjóður; neikvæð um kr. 6.253.000.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta; jákvæð um kr. 52.365.000.

Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta; kr. 228.279.000.
Lántaka kr. 0.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2014.