Menningarráð

90. fundur 28. janúar 2022 kl. 08:30 - 09:50 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteindóttir og Jóhann Már Kristinsson.

1.Nýr framkvæmdastjóri hjá Menningarhúsinu Bergi

Málsnúmer 202201101Vakta málsnúmer

Nýr framkvæmdastjóri Bergs, Jóhann Már Kristinsson, kom inn á fund og kynnti ráðinu hvað væri á döfinni hjá Menningarhúsinu.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar þakkar fyrir kynningu og óskar Jóhanni velfarnaðar í starfi.
Jóhann Már Kristinsson framkvæmdastjóri Menningarhússins Berg fór af fundi kl. 09.05

2.Starfs - og fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun 2023 - 2025

Málsnúmer 202109100Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna fór yfir helstu verkefni safna fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar.

4.Listasýning leikskólabarna

Málsnúmer 202201102Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kynnti fyrirhugaða listasýningu leikskólabarna í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður safna fór að fundi kl. 09.30

5.Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi í samráði við Leikfélag Dalvíkur og í framhaldi að leggja hann til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

6.Styrkveiting úr menningar-og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnureglur varðandi menningarsjóð Dalvíkurbyggðar og auglýsingu vegna styrkveitinga.
Menningarráð felur sviðsstjóra að klára endanlega auglýsingu og koma henni til fjölmiðla.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs