Íþrótta- og æskulýðsráð

143. fundur 06. desember 2022 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Kristín Kjartansdóttir boðaði forföll með stuttum fyrirvara og ekki kom varamaður í hennar stað.

1.Eftirlitsskýrsla HNE Víkurröst haust 2022

Málsnúmer 202212016Vakta málsnúmer

Við skoðun Heilbrigðiseftirlits norðurlands eystra komu fram athugasemdir við klifurvegginn í Víkurröst.
Í reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, viðauka IV, aðrir staðlar eru tilgreindir eftirfarandi staðlar um tilbúin klifurvirki: ÍST EN 12572-1:2017, 12572-2:2017 og 12572-3:2017.
Staðlar þessir voru teknir upp á Íslandi 2017 og með því er gerð sú krafa á rekstaraðila tilbúinna klifurveggja að öryggiskröfum ofangreindra staðla sé framfylgt.
Í stöðlunum koma m.a. fram kröfur um stærð og gerð fallavarnarundirlagas m.t.t. hæðar og gerðar klifurveggja, stærðar og staðsetningar á gripum fyrir hendur og fætur, hæð og gerð klifurveggja m.t.t. búnaðar.
Veggurinn er byggður áður en þessir staðlar eru teknir upp.

Í staðlum ÍST EN nr. 12503-1:2017 og 12503-2:2017 og koma m.a. fram eftirfarandi kröfur til
klifurveggja og fallvarnarundirlags:
· Innan fallrýmis eiga ekki að vera neinar óvarðar hindranir eða brúnir sem gætu valdið
áverkum.
· Fallrými á að vera lárétt og a.m.k. 2 m fyrir framan klifursvæði og 1,5 m út til hvorra hliða.
· Öryggisundirlag á að vera tryggilega fest saman með engum eyðum á milli samskeita og ef yfirborðsefni er yfir dýnum, þá á það að að vera nægilega spennt til að halda öryggisdýnunum saman.
· Öryggisdýnur eiga að vera vottaðar skv. 12503-1: Gymnastic mats, safety requirements.
· Hönnun, uppsetning, prófanir og viðhald eiga að fara eftir staðli ÍST EN 12572-1.

Fallvarnarsvæðið við klifurveggina uppfyllir ekki ofangreindar kröfur sem fram koma í staðli né fallvarnarundirlagið og getur það skapað notendum hættu.
Klifurveggnum hefur því verið lokað.
Ef mæta þarf kröfum þá verður klifursvæði orðið það lítið að ekki er forsvaranlegt að halda í klifurvegginn áfram. Því leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að fundin verður önnur not fyrir svæðið.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2022

Málsnúmer 202210118Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2022.
a) Hafsteinn Thor Guðmundsson vegna ástundunar og árangurs í golfi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Hafstein um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06800-9110

b) Brynjólfur Máni Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Brynjólf um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06800-9110

c) Dagur Ýmir Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Dag um kr. 125.000.- og vísar því á lið 06800-9110

d) Torfi Jóhann Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Torfa um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06800-9110

e) Bil Guðröðardóttir vegna ástundunar og árangurs í Hestamennsku
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Bil um kr. 125.000.- og vísar því á lið 06800-9110

h) Sundfélagið Rán vegna sundnámskeiðs fyrir fullorðna og afmælishátíðar
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Sundfélagið Rán um kr. 135.000.- og vísar því á lið 06800-9110

3.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2022

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Alls hafa borist tilnefndingar úr 6 íþróttagreinum. Knattspyrnu, skíði, sund, blak, golf og hestamennsku. Félögin geta bætt við afrek aðila fram að áramótum ef viðkomandi bætir við afrek sín á árinu. Kosning íbúa og íþrótta- og æskulýðsráðs fer fram í byrjun janúar.

4.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á gjaldskrá, lagt fram til kynningar.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarstjórn að öryrkjar og eldriborgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur þetta hafa óveruleg áhrif á tekjur íþróttamiðstöðvarinnar og muni ekki þurfa að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þessa.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi