Íþrótta- og æskulýðsráð

145. fundur 12. janúar 2023 kl. 16:00 - 17:00 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson varamaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2022

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 fór fram í menningarhúsinu Bergi. Fundur hófst með undirbúning og athöfnin fór svo fram kl. 16:30 þar sem tilnefndum var veitt viðurkenning og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var tilkynntur.

Það var Blakkonan Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sem varð valin í ár. En hún hefur stundað blak með KA undanfarið ár.
Lovísa varð Íslandsmeistari, Bikarmeistari og Deildarmeistari í blaki með KA á síðasta keppnistímabili. Hún spilaði alla leiki KA á síðustu leiktíð og það sem af er á þessari leiktíð. Hún hefur æft með U20 landsliðinu og einnig valin í æfingahóp hjá A-landsliðinu.
Lovísa hefur sýnt mikinn metnað og dugnað við æfingar sem hefur skilað sér í þessum góða árangri.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar Lovísu Rut til hamingju til titilinn og hinum til hamingju með tilnefninguna.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestar
Elín Björk Unnarsdóttir
- Sund
Esther Ösp Birkisdóttir
- Skíði
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir - Blak
Marsibil Sigurðardóttir
- Golf
Þröstur Mikael Jónasson ? Knattspyrna

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson varamaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi