Íþrótta- og æskulýðsráð

137. fundur 08. mars 2022 kl. 08:15 - 09:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 202201128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 28. janúar 2022, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

Þar kemur fram að sveitarfélög beri skyldu til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.
Íþrótta- og æskulýðsráð minnir á að mikilvægt er að öllum málum er varða börn og ungmenni sé vísað til ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

2.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins.
Helsta breyting er að ráðið leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu móti verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna.
Reglurnar samþykktar með 5 atkvæðum og er þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

3.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2022

Málsnúmer 202201120Vakta málsnúmer

Vorfundur verður haldinn 3. maí nk. Rætt um þau atriði sem þarf að ræða á fundinum. Búið er að óska eftir tillögum frá íþróttafélögunum.

4.Aðsóknartölur íþróttamiðstöð 2021

Málsnúmer 202203018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar aðsóknartölur í íþróttamiðstöðina fyrir árið 2021.
Heildaraðsókn í húsið árið 2020 var 15.732
Heildaraðsókn í húsið árið 2021 var 19.310

5.Fjárhagslegt stöðumat - íþrótta- og æskulýðsmál

Málsnúmer 202201119Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsstöðu ársins 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi