Byggðaráð

982. fundur 15. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur 2020 og endurskoðun

Málsnúmer 202011106Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00, Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, aðalmenn í sveitarstjórn; Dagbjört Sigurpálsdóttir, Þórhalla Karlsdóttir og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, Gísli Bjarnason og Þorsteinn K. Björnsson.

Dagbjört, Þórhalla, Eyrún og Katrín tóku þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.

Endurskoðandi sveitarfélagsins lagði fram og fór yfir helstu niðurstöður í Ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2020 ásamt skýrslum vegna endur- og stjórnsýsluskoðunar.

Arnar, Dagbjört, Þórhalla, Eyrún, Gísli og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:10.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa Ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir.

2.Ráðning sviðsstjóra framkvæmdasviðs

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kom inn á fundinn í Upsa úr TEAMS fundi.

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var til umfjöllunar ráðning í starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og upplýst var að sveitarstjóri og byggðaráð ynnu enn að úrvinnslu umsókna með aðstoð frá Mögnum.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá sveitarstjóra; Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Á 334. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. mars sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Á sama fundi var staðfest ráðning Helgu Írisar Ingólfsdóttur í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur tillaga frá byggðaráði um að starfsheiti starfsmannsins verði skipulags- og tæknifulltrúi.

Sveitarstjóri óskaði eftir viðræðum við Fjallabyggð um möguleika á samstarfi á milli sveitarfélaganna um verkefni byggingarfulltrúa.

Á 691. fundi byggðaráðs Fjallabyggðar þann 13. apríl sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá 981. fundi byggðaráðs; Endurskoðun á reglum um eignasjóð og félagslegar íbúðir

Málsnúmer 202003096Vakta málsnúmer

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. voru til umfjöllunar endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum. Byggðaráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.Frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar; Ársfundur - fundarboð

Málsnúmer 202104056Vakta málsnúmer

Á fundinum var upplýst að ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) fer fram 29. apríl nk. kl. 14:00 í gegnum fjarfund.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

6.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2021

Málsnúmer 202104049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem gert er grein fyrir stöðu mála í apríl.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

Málsnúmer 202104035Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 7. apríl 2021, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs