Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Hauganesi

Málsnúmer 202009053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna,leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í
sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Veitu- og hafnaráð - 98. fundur - 16.09.2020

Erindi frá 954. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna, leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.“

Erindi frá íbúum á Hauganesi, fundargerð frá íbúafundi 6. september 2020.

Í einum lið er fjallað um eins og segir í fundargerðinni: "Rörið frá hreinsistöðinni, hvenær verður það sett út í sjó."

Samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að ganga frá útræsum frá hreinsistöðvum á Hauganesi og Árskógssandi á árinu 2021.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að umrætt erindi,sem snýr að Fráveitu Dalvíkurbyggðar, verði sett á framkvæmdaáætlun Fráveitu Dalvíkurbyggðar á árinu 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna,leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í
sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í þær framkvæmdir sem lagt er til á meðfylgjaldi minnisblaði og felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkefnin fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði heildarsýn á leikvelli Dalvíkurbyggðar. Hvar eiga að vera staðsettir leikvellir, hvað eigi að vera á þeim og í framhaldinu verði hægt að gera uppbyggingar- og viðhaldsáætlun fyrir leikvelli. Íþrótta- og æskuýðsráð felur íþrótta- og æskuýðsfullrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í samvinnu við aðila frá umhverfsissviði að skila inn fullmótuðum tillögum eigi síðar en 1. apríl 2021.