Veitu- og hafnaráð

98. fundur 16. september 2020 kl. 08:00 - 10:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og sat Óskar Þór Óskarsson fundinn í hennar stað.

Rúnar Þór Ingvarsson vék af fundi kl. 9:00.

Á fjarfund mætti, undir 6. dagskrárlið, Sverrir Óskar Elefsen, efnatæknifræðingur frá Mannvit kl.9:10 og lauk fundi með honum kl. 9:30.

1.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti reglur um ritun fundargerða.

Erindi frá 953. fundi (3.9.2020) Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærðar leiðbeiningar um ritun fundargerða og fundarsköp í framhaldi af endurskoðun á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og endurskoðun á erindisbréfum ráða."

Erindisbréf veitu- og hafnaráðs var kynnt á 90. fundi 6. nóvember 2019.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Hauganesi

Málsnúmer 202009053Vakta málsnúmer

Erindi frá 954. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna, leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.“

Erindi frá íbúum á Hauganesi, fundargerð frá íbúafundi 6. september 2020.

Í einum lið er fjallað um eins og segir í fundargerðinni: "Rörið frá hreinsistöðinni, hvenær verður það sett út í sjó."

Samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að ganga frá útræsum frá hreinsistöðvum á Hauganesi og Árskógssandi á árinu 2021.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að umrætt erindi,sem snýr að Fráveitu Dalvíkurbyggðar, verði sett á framkvæmdaáætlun Fráveitu Dalvíkurbyggðar á árinu 2021.

3.Hafnasambandsþing 2020

Málsnúmer 202007032Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 24.ágúst 2020, kom eftirfarandi fram:

Stjórn Hafnasambands Íslands fundaði í dag og tók ákvörðun um að fresta hafnasambandsþingi vegna Covid-19 en þingið átti að fara fram 24.-25. september nk.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu. Nánari upplýsingar með nýrri dagsetningu verða sendar út í lok september.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2021; vegna hafnaraðstöðu

Málsnúmer 202009059Vakta málsnúmer

Erindi frá 954. Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekin fyrir erindi frá Sólrúnu ehf. dagsett 7. september 2020, annars vegar erindi er varðar hafnaraðstöðu á Árskógssandi, þörf fyrir endurbætur og niðursetning flotbryggju. Bent er á að frekari uppbygging hafnarinnar sé forsenda fyrir útgerð og almennri uppbygginu á Árskógssandi. Hins vegar erindi er varðar viðhald á Sjávargötu á Árskógssandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindi um hafnaraðstöðu á Árskógssandi til veitu- og hafnaráðs og erindi um Sjávargötu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021."

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er unnið samkvæmt þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 sem er endurskoðuð á fjögurra ára fresti. Þar er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum sem snúa að ytri mannvirkjum hafnarinnar á Árskógssandi. Hafnadeild Vegagerðar ríkisins sér um frumrannsóknir vegna nauðsynlegra breytinga á ytri mannvirkjum hafna. Slík rannsókn er forsenda þess að framkvæmdin njóti ríkisframlags og verði sett á samgönguáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að senda erindi til Hafnadeildar Vegagerðar ríkisins þar sem óskað er eftir því að farið verði í frumrannsóknir vegna ókyrrðar innan hafnar í Árskógssandshöfn.

5.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Erindi frá 954. Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á."

Í framangreindu bréfi er lögð fram sú spurning, til veitu- og hafnaráðs, hvort Laxós ehf. geti fengið allt að 100 m3/klst af heitu vatni vegna seiðaeldisstöðva á landfyllingu við Árskógssandshöfn í tveimur áföngum.
Ljóst er að með núverandi afkastagetu virkjunarsvæðisins að Brimnesborgum er það ekki hægt, en það hefur verið til umræða að bora þriðju vinnsluholuna. Verði farið í þá framkvæmd og borholan stæði undir þeim væntingum sem svæðið býður uppá þá ætti slíkt að geta gengið eftir en jafnframt þyrfti einnig að stækka stofnlögnina að notanda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna borunar á nýrri vinnsluholu að Brimnesborgum.

6.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202008017Vakta málsnúmer

Farið var yfir samantekt á fyrirhuguðum framkvæmdum næsta árs og þær bornar saman við þriggja ára áætlun.

7.Gjaldskrár á Veitu- og hafnasviði.

Málsnúmer 202008016Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlana hvert ár er tekin umræða um nauðsyn þess að breyta gjaldskrám á veitu- og hafnasviði.

Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og Hitaveitu Dalvíkur hafa ekki breyst síðan 2018 en Hafnasjóðs og Fráveitu Dalvíkurbyggðar tóku breytingum um síðustu áramót.

Farið hefur verið í ýmsar kostnaðarsamar framkvæmdir á síðustu árum, þar má nefna: Austurgarður hjá Hafnasjóð, hreinsistöðvar hjá Fráveitu, geymsluskáli og undirbúningur Brimnesvirkjunar hjá Hitaveitu og viðhald á brunndælum og skoðun á nýjum brunnsvæðum hjá Vatnsveitu.

Rétt er einnig að geta þess að samningsbundnar launahækkanir hafa átt sér stað.

Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að allar gjaldskrá á veitu- og hafnasviði hækki um 2,4%, sem er verðbólguspá fyrir 2021.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og felur honum að leggja breyttar gjaldskrár fyrir næsta fund ráðsins.

8.Frávikagreining 2020

Málsnúmer 202005013Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt frávikagreining fyrir málaflokka veitu- og hafnasviðs vegna janúar til júní.
Sviðsstjóri fór yfir hvern málaflokk fyrir sig og svaraði fyrirspurnum ráðsmanna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs