Félagsmálaráð

222. fundur 09. október 2018 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Heiða Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður Kristín Heiða Garðarsdóttir kom í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201809146Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 2201809146

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201809129Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201809129

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Leiðbeinandi reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis

Málsnúmer 201710024Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Velferðaráðuneytinu dags. 20.09.2018 um breytingu á löggjöf sem snýr að félagslegum leiguíbúðum sem og leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.

4.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 201809095Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir yfirlit dags. 21.09.2018 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um lögmælt verkefni sveitarfélaga skv. 1.mgr.7.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Lögmælt verkefni sveitarfélaga er flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni er lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Lögskyld verkefni félagsþjónustu eru aðstoð við erlenda ríkisborgara, barnaverndarmál, félagsþjónusta sveitarfélaga, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, lögræðissviptingar og nauðungarvistanir, málefni aldraðra, málefni fatlaðs fólks, stuðningsþjónusta, túlkaþjónusta og málstefna, upplýsingagjöf vegna barna, vímuvarnir og aðstoða við einstaklinga í fíknivanda, sérstakur húsnæðisstuðningur.
Lagt fram til kynningar.

5.Styrkur til félagsins

Málsnúmer 201810038Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Birtu dags. 04.10.2018 kaup á barmnælum til styrktar samtökunum og er óskað eftir að sveitarfélagið kaupi 1-2 nælur af félaginu. Samtökin Birta voru stofnuð 7.desember 2012 í Grafarvogskirkju. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Einnig standa samtökin fyrir hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn og fjölskyldur þeirra með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Samtökin eru vettvangur foreldra/forráðamanna barna (0-18 ára) og ungmenna (18-25 ára) sem látist hafa skyndilega til að hittast. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin eru líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum.
Félagsmálaráð telur að því sé ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum foreldrum, 25.mál

Málsnúmer 201810040Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 28.september 2018 þar sem óskað er umsagnar til frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25.mál
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019

Málsnúmer 201810042Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 2.október 2018 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun þess verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Á síðasta ári dvöldu 149 konur og 103 börn í athvarfinu í allt að 11 mánuði. Einnig er konum boðið upp á viðtöl í athvarfinu og árlega nýta þá þjónustu 200-300 konur. Sveitarfélög hafa hingað til verið öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja ráðgjöf eða skjól til kvennaathvarfsins og í því skyni óskar Kvennaathvarfið eftir rekstarstyrk fyrir árið 2019 að fjárhæð kr. 100.000,-
Félagsmálaráð telur að því sé ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Heiða Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi