Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

2. fundur 04. nóvember 2016 kl. 08:15 - 09:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Ríkharður Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn J. Reimarsson sviðstjóri
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri
Dagskrá
Ave Kara Tonison fulltrúi kennara og Magnús Ólafsson skólastjóri sátu fundinn undir dagskrárliðum 1 til 4. og véku af fundi kl. 09:05.

1.Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609063Vakta málsnúmer

Uppfært erindisbréf Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar.
Engar athugasemdir komu fram og erindinu því vísað áfram til samþykktar í sveita- og bæjarstjórnum.

2.Fjárhagsáætlun TÁT-2017

Málsnúmer 201609142Vakta málsnúmer

Uppfærð og samandregin fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga lögð fram til samþykktar.
Skólanefnd TÁT samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til samþykktar í sveita- og bæjarstjórnum.

3.TÁT - Starfsáætlun 2016-2017

Málsnúmer 201609139Vakta málsnúmer

Uppfærð starfsáætlun TÁT lögð fram til kynningar.
Farið var yfir lykiltölur en annað í starfsáætluninni er óbreytt frá fyrri kynningu á henni. Starfsáætlun er samþykkt.

4.Starfslýsing deildarstjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609065Vakta málsnúmer

Starfslýsingar deildarstjóra og aðstoðarskólastjóra TÁT lagðar fram og ræddar.
Með vísan í 11. gr. í fyrirliggjandi drögum að erindisbréfi er lagt til að málinu verði vísað til endalegrar afgreiðslu í byggðaráðum sveitarfélagana.



5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201611010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla nefndar skráð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Ríkharður Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn J. Reimarsson sviðstjóri
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri