Veitu- og hafnaráð

49. fundur 07. júní 2016 kl. 07:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson boðaði forföll.

1.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 385. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17. maí sl.á Húsavík.



Veitu- og hafnaráð tekur undir ályktun fundar Hafnasambandsins sem fram kemur í 5. tl. fundargerðarinnar um landtengingu skipa og kostnað vegna þess.

2.Deiliskipulag Árskógssandi

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 19. maí 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, er óskað eftir umsögn veitu- og hafnaráðs vegna lýsingar deiliskipulagstillögu og á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð.



Í bréfinu kemur eftirfarandi fram; "Skipulagsgerðin felur í sér breytingu á aðalskipulagi þar sem þéttbýlismörkum verður breytt og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu, svæði 708-V, verður vestan svæðis 703-A.



Helstu viðfangsefni við gerð deiliskipulagsins eru fyrirhugaðar stækkanir á bjórverksmiðju og afmörkun nýrra lóða fyrir fjölbreytta athafnastarfsemi. Einnig er stefnt að uppbyggingu alhliða ferðaþjónustu, m.a. gistiskálum, veitingaaðstöðu og annarri þjónustustarfsemi á vesturhluta svæðisins og er mörkum þéttbýlisuppdráttar breytt þess vegna."

Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við lýsingu á fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð.

3.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Á 12. fundi Stjórnsýslunefndar var lagður fram tímarammi við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2017. Auk þess voru kynntar tillögur að niðurskurði í rekstri hjá öllum málaflokkum og B - hluta fyrirtækjum sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra og formanni að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðið.

4.Framkvæmdir veitu- og hafnasviðs 2016.

Málsnúmer 201605105Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins gafst sviðsstjóra ekki tími til að kynna stöðu allra framkvæmda ársins og er því þessi liður tekinn upp að nýju.
Lagt fram til kynningar.

5.IFAT, kynning á ferð á sýningu í Munchen.

Málsnúmer 201606016Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fór á sýninguna IFAT í Munchen. Á sýningu voru kynntar nýjungar á lausnum fráveitu og vatnsveitu auk ýmiss annars sem tengist umfangi og umsvifum sveitarfélaga.
Veitu- og hafnaráð þakkar upplýsingarnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs