Íþrótta- og æskulýðsráð

43. fundur 05. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs

Málsnúmer 201201052Vakta málsnúmer

Reglur um afreks- og styrktarsjóð og reglur um kjör Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar þarfnast reglulegrar umfjöllunar. Ábendingar hafa borist frá Heiðari Davíð Bragasyni þjálfara hjá Golfklúbbnum Hamri vegna tilnefninga til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Við úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði og tilnefningu til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar kviknuðu nokkrar spurningar s.s. aldursmörk. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir óbreyttar reglur afreks - og styrktarsjóðs, þó er umsóknarfresti breytt.  Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki ástæðu til þess að skipta viðurkenningu til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar með þeim hætti að bæði verði veitt viðurkenning til karla og kvenna né setja inn aldursviðmið. Hins vegar stefnir íþrótta- og æskulýðsráðs á að eiga samræðu við íþróttafélögin um tilnefningar til dæmis m.t.t. aldurs, árangurs og fyrirmyndar.

2.Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir kynningarfundi með Stefnu og Dynax vegna skráningarkerfa fyrir tómstundir í Dalvíkurbyggð. Jafnframt fór íþrótta- og æskulýðsfulltrúi yfir næstu skref. Íþrótta- og æskulýðsráð felur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála halda áfram með úrvinnslu málsins.

3.Velferðarsjóður ungmenna

Málsnúmer 201212043Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga af reglum um Velferðarsjóð ungmenna Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

4.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti undirbúning og vinnuferli á gerð Lýðsheilsustefnu fyrir Dalvíkurbyggð og ósk um að geta kallað til fulltrúa úr íþrótta- og æskulýðsráði inni í vinnuferlið. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Jón Inga Sveinsson sem sinn fulltrúa. Friðjón Árni Sigurvinsson verður hans varamaður. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn tilnefni einn fulltrúa í vinnuhópinn. 

5.Íþrótta- og tómstundastarf ungmenna 2013

Málsnúmer 201301065Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um að hafin er könnun á íþrótta- og tómstundaiðkun barna sveitarfélagsins á aldrinum 6-18 ára. Niðurstöður hennar ættu að liggja fyrir á næsta fundi ráðsins. 

6.Þakkir til sveitarfélaga

Málsnúmer 201301119Vakta málsnúmer

UMFÍ sendir þakkir til sveitarfélaga þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir stuðning við fría gistingu fyrir félög UMFÍ vegna móta.

7.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Á 41. fundi íþrótta- og æskulýðsráð var eftirfarandi bókað:”Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina.“ Viðhaldsáætlunin liggur ekki fyrir og er þessum lið því frestað.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi