Sveitarstjórn

247. fundur 14. maí 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sveinn Torfason boðaði forföll og Þórhalla Franklín Karlsdóttir, varamaður, mætti í hans stað.
Björn Snorrason boðaði forföll sem og varamaður hans Óskar Óskarsson. Ekki kom varamaður í stað Óskars.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 661

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 662

3.Félagsmálaráð - 169

4.Fræðsluráð - 172

5.Fræðsluráð - 173

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 45

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 46

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 47

9.Landbúnaðarráð - 80

10.Menningarráð - 37

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 2

12.Samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Á 241. fundi bæjarstjórnar þann 20. nóvember 2012 var samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar tekin til síðari umræðu og hún samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Á 80. fundi landbúnaðarráðs þann 24. apríl 2013 voru teknar fyrir athugasemdir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við ofangreinda samþykkt.

Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum og send til ráðuneytisins til staðfestingar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundi landbúnaðarráðs.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samþykktina eins og hún liggur fyrir með áorðnum breytingum og vísar henni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis  til staðfestingar.

13.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2012. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Á 246. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2013 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2012 tekinn til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ársreikningum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6  atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2012.

14.Sveitarstjórn - 246, lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs