Landbúnaðarráð

73. fundur 28. mars 2012 kl. 12:00 - 13:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Samþykktin um búfjárhald var sem til Ólafs Dýrmundssonar til skoðunar. Hann kom með eftirfarandi athugasemdir við tvær greinar: "1) Ákvæði um upprekstur í 4.grein. Lýsingin á upprekstralöndunum mætti vera skýrari,fáein orð til viðbótar. Koma fleiri upprekstrarlönd til greinar? 2)Í 9.gr. þyrfti að vera ákvæði þess eðlis að ekki séu fjarlægð gripahús með fénaði fyrr á vorin en hægt er að sleppa í haga,þ.e.a.s í júní.Sem sagt ekki raunhæft að vísa búfé á "Guð og gaddinn" á venjulegum hýsingartíma."
Orðalag 4 gr. samþykktarinnar var breytt lítilsháttar að öðru leyti er hún óbreytt frá samþykkt fyrri fundar.

Landbúnaðarráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að vísa framangreindri samþykkt til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til staðfestingar.

2.Breyting á samþykkt um Hunda- og kattahald

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Búið er að skipta þessum samþykktum í tvær eina fyrir hunda og aðra fyrir ketti. Heilbrigðiseftirlit hefur verið beðið um umsögn og var gerð ein athugasemd við 12. gr. en hún fjallar um "Lausir kettir, handsömun, geymsla, aflífun, kostnaður." Heilbrigðisfulltrúi gerði tillögu að breytingu sem tekin hefur verið orðrétt upp í samþykktina.
Landbúnaðarráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að vísa framangreindum samþykktum til umhverfisráðuneytis til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs