Breyting á samþykkt um Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201202028

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 72. fundur - 15.02.2012

Í Dalvíkurbyggð hefur verið til sameiginleg samþykkt um hunda- og kattahald. Vegna ýmissa orsaka er talið heppilegt að breyta formi á framangreindri samþykkt og hafa þær tvær og ítarlegri. Nokkur tími er síðan að samþykkt um katthald var afgreidd í landbúnaðarráði og nú er komið að samþykkt um hundahald.
Landbúnaðarráð samþykkir að senda framagreindar samþykktir um til skoðunar hjá umhvefisráðuneyti og og öðrum þeim sem um þær þurfa að fjalla.

Landbúnaðarráð - 73. fundur - 28.03.2012

Búið er að skipta þessum samþykktum í tvær eina fyrir hunda og aðra fyrir ketti. Heilbrigðiseftirlit hefur verið beðið um umsögn og var gerð ein athugasemd við 12. gr. en hún fjallar um "Lausir kettir, handsömun, geymsla, aflífun, kostnaður." Heilbrigðisfulltrúi gerði tillögu að breytingu sem tekin hefur verið orðrétt upp í samþykktina.
Landbúnaðarráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að vísa framangreindum samþykktum til umhverfisráðuneytis til staðfestingar.

Landbúnaðarráð - 75. fundur - 18.07.2012

Samþykktirnar voru sendar til umsagnar til umhverfisráðinátuneyti og gerði ráðuneytið nokkrar athugasemdir við samþykktirnar.
Landbúnaðarráð hefur yfirfarið þær athugasemdir sem borist hafa og felur sviðstjóra að lagfæra samþykktirnar í samráði við ráðuneytið.

Landbúnaðarráð - 76. fundur - 19.09.2012

Á fundinum voru kynntar þær athugasemdir sem umhverfisráðuneytið hefur gert á umræddum samþykktum.
Landbúnaðarráð samþykkir þær athugasemdir sem gerðar voru á Samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð og Samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð og sendir þær til staðfestnga bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 240. fundur - 30.10.2012

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi tillaga landbúnaðarráðs að samþykktum um hundahald í Dalvíkurbyggð til fyrri umræðu.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir,sem leggur til að vísa samþykkt um hundahald til landbúnaðarráðs með tilmælum um að 3. liður 12. gr. verði skýrður þannig að það sé ekki sett í mat hundaeiganda hvar sleppa má hundum

Jóhann Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn með viðbótartillögu að 3. liður 12. gr. verði vísað til landbúnaðarráðs til frekari skoðunar.

Bæjarstjórn - 240. fundur - 30.10.2012

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi tillaga landbúnaðarráðs að samþykkt um kattahald í Dalvikurbyggðar til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða  með 7 atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 241. fundur - 20.11.2012

Á 240. fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2012 var samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð tekin til fyrri umræðu og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tók:
Sveinn Torfason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð eins og hún liggur fyrir.

Landbúnaðarráð - 78. fundur - 05.12.2012

Bæjarstjórn vakti athygli á að skoða þyrfti betur 3. tölulið 12. gr.
Landbúnaðarráð samþykkir að fella út framangreindan tölulið breytingu  þá hljóðar 12. gr. með eftirfarandi hætti:

 

Staðir þar sem hundar mega vera lausir.

Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum:

1.      Á skilgreindum útivistarsvæðum fyrir lausagöngu hunda, t.d. við Bæjarfjall.

2.      Innan hundaheldra girðinga og hundaæfingasvæða, sem merkt eru sem slík og samþykkt hafa verið af heilbrigðisnefnd.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 18.12.2012

Á 241. fundi bæjarstjórnar þann 20. nóvember s.l. var samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð tekin til fyrri umræðu og samþykkt var að vísa 3. tölulið 12. greinar til landbúnaðarráðs til frekari skoðunar.

Á 78. fundi landbúnaðarráðs þann 5. desember 2012 var eftirfarandi bókað:
Landbúnaðarráð samþykkir að fella út framangreindan tölulið breytingu þá hljóðar 12. gr. með eftirfarandi hætti:


Staðir þar sem hundar mega vera lausir.

Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum:

1. Á skilgreindum útivistarsvæðum fyrir lausagöngu hunda, t.d. við Bæjarfjall.

2. Innan hundaheldra girðinga og hundaæfingasvæða, sem merkt eru sem slík og samþykkt hafa verið af heilbrigðisnefnd.


Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð með breytingartillögu landbúnaðarráðs.

Landbúnaðarráð - 82. fundur - 28.08.2013

Samþykktir lagðar fram til kynningar og umræða um eftirfylgni vegna hunda og kattahalds.
Landbúnaðarráð leggur til að fundinn verði aðili til að sinna verkefninu og viðeigandi aðstaða fundin. Lagt er til að auglýstur verði tími þar sem dýralæknir verði fenginn á staðinn og hunda/katta eigendum gefinn kostur á ormahreinsun og örmerkingu dýra sinna.