Reglur um líkamsrækt íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201805053

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 100. fundur - 15.05.2018

Rætt um aldurstakmörk í líkamsrækt. Í dag mega ungmenni koma í líkamsrækt eftir að hafa lokið 8. bekk, enda hafa þau fengið þjálfun í grunnskólanum undangenginn vetur.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði sömu aldursviðmið en hægt verði að gera undanþágu þegar viðkomandi fær beiðni frá fagaðila, s.s. lækni eða sjúkraþjálfara.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 101. fundur - 02.07.2018

Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsfráðs var eftirfarandi bókað:
"Rætt um aldurstakmörk í líkamsrækt. Í dag mega ungmenni koma í líkamsrækt eftir að hafa lokið 8. bekk, enda hafa þau fengið þjálfun í grunnskólanum undangenginn vetur.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði sömu aldursviðmið en hægt verði að gera undanþágu þegar viðkomandi fær beiðni frá fagaðila, s.s. lækni eða sjúkraþjálfara."

Erindi barst í framhaldinu frá Sveini Torfasyni, sjúkraþjálfara og foreldri.
Hann skorar á íþrótta og æskulýðsráð að endurskoða aldurstakmark í rækt,með það að markmiði að efla almennt íþróttastarf í sveitarfélaginu ásamt því að hvetja
yngri iðkendur að hreyfa sig á heilbrigðan og heilsusaman hátt í ræktinni undir handleiðslu. Með erindinu voru tilvísanir í greinar sem vísa til þess að rannsóknir sýna að það sé ekkert sem mæli gegn því að börn undir 14 ára aldri stundi líkamsrækt, sé rétt staðið að þeim æfingum.

Sveinn leggur til að að ræktin sé opin öllum en 16 ára og yngri (10. bekkur) séu í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn. Menntaðir einkaþjálfarar mættu einnig sinna tveimur yngri en 16 ára í einu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda aldurstakmörkum við 14 ár áfram. Einnig samþykkir ráðið að breyta reglum á þann veg að börn á aldrinum 12-14 ára fái að koma í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn í senn. Menntaðir einkaþjálfarar mega einnig sinna tveimur börnum á aldrinum 12-14 ára í senn.