Íþrótta- og æskulýðsráð

74. fundur 05. janúar 2016 kl. 15:00 - 17:10 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skrifstofa UMSE

Málsnúmer 201512086Vakta málsnúmer

Rætt um staðsetningu á skrifstofu UMSE. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í þær hugmyndir að skrifstofa UMSE verði á Dalvík en finnst mikilvægt að allar hliðar á því máli verði ræddar og yfirfarnar áður en ákvörðun um slíkt yrði tekin, þar sem kostir og gallar verði skoðaðir. Íþrótta- og æskulýðsráð felur því íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að boða stjórn UMSE ásamt framkvæmdarstjóra á næsta fund íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem þessi mál verði rædd.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2015

Málsnúmer 201511060Vakta málsnúmer

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10.

Afhentir voru styrkir úr afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2015. Eftirtaldir aðilar fengu styrk:





Hjörleifur H. Sveinbjarnarson

Viktor Hugi Júlíusson

Helgi Halldórsson

Arnór Snær Guðmundsson

Ólöf María Einarsdóttir

Guðni Berg Einarsson

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Guðfinna Eir Þorleifsdóttir

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Bríet Brá Bjarnadóttir



Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS, Golklúbburinn Hamar, Skíðafélag Dalvíkur og Hestamannafélagið Hringur fengu styrk til að halda úti fræðsluakademíu fyrir ungt íþróttafólk í Dalvíkurbyggð.

3.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201510133Vakta málsnúmer

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.



Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar.

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar flutti lag á harmonikku.

Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.



Að því loknu flutti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar annað lag.



Að því loknu skrifaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi undir styrktarsamninga við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð til næstu 4 ára.



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:



Alls tilnefndu 4 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2015:

Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.



Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2015.



Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og Hjörleifi Helga fyrir tónlistarflutning í athöfninni.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Fundi slitið - kl. 17:10.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi