Skrifstofa UMSE

Málsnúmer 201512086

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 74. fundur - 05.01.2016

Rætt um staðsetningu á skrifstofu UMSE. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í þær hugmyndir að skrifstofa UMSE verði á Dalvík en finnst mikilvægt að allar hliðar á því máli verði ræddar og yfirfarnar áður en ákvörðun um slíkt yrði tekin, þar sem kostir og gallar verði skoðaðir. Íþrótta- og æskulýðsráð felur því íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að boða stjórn UMSE ásamt framkvæmdarstjóra á næsta fund íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem þessi mál verði rædd.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 75. fundur - 02.02.2016

íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að næsti fundur verði þriðjudaginn 1. mars kl. 16:00 og stjórn og framkvæmdarstjóra UMSE verði boðið á fundinn til að ræða um skrifstofu UMSE.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 76. fundur - 01.03.2016

Á fundinn mættu fulltrúar UMSE til að ræða skrifstofumál UMSE. Fulltrúar UMSE voru Þorstseinn Marinósson, Bjarnveig Ingvadóttir og Einar Hafliðason. Fram kom á formannafundi hjá UMSE í janúar sl. að það sé vilji formanna að halda óbreyttu fyrirkomulagi að svo stöddu. Ef aðstæður breytast munu aðilar ræða frekar saman.

Einnig kynnti Þorteinn Marinónsson Hreyfiviku UMFÍ.