Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201510133

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 72. fundur - 03.11.2015

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að formi til að nota við tilnefningu vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Samkvæmt reglum sem samþykktar voru sl. vetur munu aðal- og varamenn íþrótta- og æskulýðsráðs kjósa. Einnig mun fara fram almenn kosning íbúa í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og ækulýðsráð samþykkir formið.

Einnig samþykkir íþrótta- og æskuýðsráð að óska eftir uppástungum frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð um heiðursviðurkenningu ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 73. fundur - 01.12.2015

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sátu því einnig Jóhannes Tryggvi Jónsson og Valdemar Þór Viðarsson.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.



Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar



Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2015.



Kjörinu verður lýst þriðjudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 74. fundur - 05.01.2016

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.



Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar.

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar flutti lag á harmonikku.

Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.



Að því loknu flutti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar annað lag.



Að því loknu skrifaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi undir styrktarsamninga við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð til næstu 4 ára.



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:



Alls tilnefndu 4 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2015:

Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.



Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2015.



Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og Hjörleifi Helga fyrir tónlistarflutning í athöfninni.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10