Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu:Sundskáli Svarfdæla.

Málsnúmer 1108055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 637. fundur - 04.10.2012

Tekið fyrir svarbréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bréf dagsett þann 25. september 2012, þar sem vísað er til erindis bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar frá 20. október 2011, þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum um laugargæslu, sbr. 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, fyrir Sundskála Svarfdæla.

Að fengnum umsögnum og á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir fellst ráðuneytið ekki á að veita undanþágu frá ákvæði 11. gr. reglugerðar nr. 814/2010 þannig að hægt verði að leiga út Sundskála Svarfdæla án laugagæslu, þar sem ráðuneytið líti svo á að laugargæsla sé grundvallar öryggisatriði varðandi rekstur sundlauga sem ekki er hægt að falla frá.

Ráðuneytið hvetur Dalvíkurbyggð að skoða hvort að sveitarfélagið geti nýtt sér ákvæði 3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar eins og hún er nú eftir breytingar og hvort það veiti ekki aukið svigrúm hvað varðar rekstur Sundskála Svarfdæla.
Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna sem allra fyrst hvaða leiðir eru færar til þess að koma Sundskála Svarfdæla í notkun á ný.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 39. fundur - 11.10.2012

Upplýst var um stöðu mála en Dalvíkurbyggð sótti um undanþágu frá reglum um laugarvörslu sbr. 2 mgr 11. gr. í reglugerð um Hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Umhverfisráðuneytið hafnaði ósk sveitarfélagsins um undanþágu. Næstu skref eru þau að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kalli saman starfshóp sem fjalli um framtíð Sundskála Svarfdæla. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að fá tillögur starfshópsins til umsagnar um leið og þær liggja fyrir.