Íþrótta- og æskulýðsráð

84. fundur 06. desember 2016 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201610113Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sat einnig Helena Frímannsdóttir.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.



Eftirfarandi tilnefningar bárust:



Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS



Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2016.



Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.



2.Ritun fundargerða

Málsnúmer 201611053Vakta málsnúmer

Til umræðu ritun fundargerða. Farið yfir helstu mál er varðar ritun fundargerða.

3.Ósk frá golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um að koma á fund byggðaráðs

Málsnúmer 201611142Vakta málsnúmer

Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að hætta um áramót.

Stjórnir félaganna munu funda um stöðuna og gera svo grein fyrir þeim fundi.
Hlynur Sigursveinsson vék af fundinum til annarra verka kl. 10:00 og kom aftur á fundinn kl. 10:50

4.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2016

Málsnúmer 201610093Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 5. janúar næstkomandi.



Íþrótta- og æskuýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að taka inn umsókn frá Helga Halldórssyni sem kom inn eftir auglýstan umsóknarfrest, en barst þó fyrir fundinn.



a) Agnes Fjóla Flosadóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.

b) Hjörleifur H Sveinbjarnarson

Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.

c) Amalía Nanna Júlíusdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amalíu um 70.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

d) Viktor Hugi Júlíusson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Viktor Huga um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

e) Axel Reyr Rúnarsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Axel um 125.0000 kr. og vísar því á lið 06-80.

f) Arnór Snær Guðmundsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

g) Ólöf María Einarsdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

h) Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

i)Anna Kristín Friðriksdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.

j) Helgi Halldórsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Helga um 125.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

k)Golfklúbburinn Hamar

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja GHD um 200.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

l)Skíðafélag Dalvíkur

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Skíðaféla Dalvíkur um 200.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

m)Sundfélagið Rán

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Rán um 30.000 kr. og vísar því á lið 06-80.



Kristinn Ingi Valsson vék af fundi undir liðum (i) og (h)

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi