Ósk frá golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um að koma á fund byggðaráðs

Málsnúmer 201611142

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 84. fundur - 06.12.2016

Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að hætta um áramót.

Stjórnir félaganna munu funda um stöðuna og gera svo grein fyrir þeim fundi.

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:40 frá Golfklúbbnum Hamar Marsibil Sigurðardóttir, Bjarni Jóhann Valdimarsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.

Tekið fyrir sameiginlegt erindi frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 28. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir fundi með byggðaráði vegna framkvæmdastjóra.

Á 84. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. desember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að hætta um áramót. Stjórnir félaganna munu funda um stöðuna og gera svo grein fyrir þeim fundi."

Til umræðu ofangreint.

Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkur viku af fundi kl. 14:18.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.