Íþrótta- og æskulýðsráð

158. fundur 06. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Snævar Örn Ólafsson boðaði forföll og mætti Magni Þór Óskarsson í hans stað.

1.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lög fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir drögin og er sammála um kaflinn um íþróttir og afþreyingu þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Íþrótta- og sækulýðsfulltrúi fór yfir vinnuskjal vegna áætlana um uppbyggingu íþróttasvæða til næstu ára.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að gera heilstæðan samning um uppbyggingu hvers verkefnis fyrir sig. Næsta verkefni er bygging á troðarahúsi við Brekkursel. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að samnningi við skíðafélagið og leggja fyrir sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á troðarahúsi á 3 árum.

3.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2024

Málsnúmer 202402006Vakta málsnúmer

Ákveða þarf dagsetningu á vorfundi ráðsins í ár. Einnig að kalla eftir umræðuefni á fundinn.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð fari fram fimmtudaginn 2. maí.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tillögum að umræðuefni hjá fulltrúum félaganna sem og að kynna dagsetninguna.

4.Viðhald og framkvæmdir í íþróttamiðstöð 2024

Málsnúmer 202402007Vakta málsnúmer

Farið yfir viðhald og framkvæmdir ársins í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að viðhald í félagsaðstöðu verði klárað áður en vertíð byrjar.

5.Sumarnámskeið 2024

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Rætt um sumarnámskeið næsta sumar. Unnið er að ákveðnum hugmyndum og verður þetta tekið upp aftur á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi