Íþrótta- og æskulýðsráð

133. fundur 02. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll og mætti Sigríður Jódís Gunnarsdóttir í hennar stað. Jóhann Már Kristinsson, varaformaður stýrði fundi í fjarveru Þórunnar.
Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, boðaði einnig forföll en mætti í lok fundar.

1.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2021

Málsnúmer 202110071Vakta málsnúmer

Auglýsa þarf eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur verður til og með 1. desember. Umsóknir verða teknar fyrir á fundi ráðsins 7. desember.

2.Kosning til ungmennaráðs haust 2021

Málsnúmer 202105048Vakta málsnúmer

Kosning til ungmennaráðs fór fram laugardaginn 30. október sl. Fulltrúar í ráðið eru kosnir til tveggja ára í senn.
Aðalmenn ungmennaráðs næstu 2 árin verða:
Íris Björk Magnúsdóttir
Íssól Anna Jökulsdóttir
Magnús Rosazza
Markús Máni Pétursson
Óskar Karel Snæþórsson

3.Starfsemi félagsmiðstöðvar veturinn 2021-22

Málsnúmer 202110072Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og Samfés í vetur.

4.Aðsóknartölur íþróttamiðstöð 2020

Málsnúmer 202110074Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir aðsóknartölur íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2020. Umtalsverð fækkun gesta varð árið 2020 frá árinu á undan, sem má eingöngu rekja til takmarkana vegna kórónuveirufaraldurs. Heildarfjöldi gesta að meðaltali árin 2018 og 2019 voru um 55 þúsund. Gestir árið 2020 voru um 38 þúsund.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi