Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2021

Málsnúmer 202110071

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 133. fundur - 02.11.2021

Auglýsa þarf eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur verður til og með 1. desember. Umsóknir verða teknar fyrir á fundi ráðsins 7. desember.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 134. fundur - 07.12.2021

Teknar fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2021.
a) Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í blaki
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Lovísu Rut um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

b) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Snædísi Óskt um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

c) Sveinn Margeir Hauksson vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Svein Margeir um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

d) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Amalíu Nönnu um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

e) Torfi Jóhann Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Torfa Jóhann um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

f) Draupnir Jarl Kristjánsson vegna ástundunar og árangurs í blaki
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Draupni Jarl um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

g) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Barna- og unglingaráð um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

h) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið um kr. 300.000- og vísar því á lið 06-80.

g) Knattspyrnudeild UMFS vegna afreksæfinga og tækniskóla
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Knattspyrnudeild UMFS um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

h) Sundfélagið Rán vegna sundnámskeiðs fyrir fullorðna
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Sundfélagið Rán um kr. 100.000.- og vísar því á lið 06-80.

i) Golfklúbburinn Hamar vegna frírra æfinga fyrir byrjendur og búnaðarkaup vegna þeirra
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Golfklúbbinn Hamar um kr. 200.000.- og vísar því á lið 06-80.

Ein umsókn barst eftir auglýstan umsóknarfrest og var henni hafnað og ekki tekin til efnislegrar meðferðar.